Fara í efni
Fréttir

Bæjarstjóranum líst illa á skatt á nagladekk

Bæjarstjóranum á Akureyri líst illa á þá hugmynd að taka upp gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja. Hún hefur enga trú á að slíkt gjald verði tekið upp á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í frétt RÚV.

Umhverfisstofnun varpaði fram þeirri hugmynd á dögunum að sveitarfélög fengju heimild til gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja. Fram kom að forystufólk í höfuðborginni hefði sýnt tillögunni mestan áhuga, en ekki væri útilokað að gjaldtaka yrði tekin upp víðar.

Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri líst illa á sérstaka skattlaginu á nagladekkjum. „Ég skil svo sem alveg ástæðuna fyrir því. En þetta hefur ekki verið rætt innan bæjarstjórnar,“ segir Ásthildur við RÚV.

Fréttamaður spyrt bæjarstjórann: ef höfuðborgarsvæðið eða Reykjavíkurborg ákveða að taka svona upp fyrir þá sem koma, mikið til fólk af landsbyggðinni. Hvernig líst þér á það?

„Ég held að það muni ekki koma til þess að slíkt verði. Það væri bara algjörlega ómögulegt að gera það.“

Smellið hér til að sjá frétt RÚV.