Fara í efni
Fréttir

Bæjarfulltrúar, „freki kallinn“ og „spekingar“

Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur fjallar um „spekinga“, bæjarfulltrúa, og „Freka kallinn“ í aðsendri grein á Akureyri.net í dag.

„Sú skoðun virðist því miður hafa náð fótfestu meðal kjörinna fulltrúa í Akureyrarbæ að minjavernd sé til trafala. Þeir sem aðhyllast þá skoðun vilja að gömul, jafnvel friðuð hús víki sem fyrst ef þau eru fyrir nýbyggingum – gjarnan plássfrekum háhýsum,“ segir Margrét meðal annars.

Þá segir Margrét:

„Minjastofnun Íslands er stjórnsýslustofnun. Hlutverk hennar, ábyrgð og skyldur eru skilgreindar í lögum. Bæjarfulltrúum, embættismönnum og öllum þeim sem gegna trúnaðarstörfum á vegum Akureyrarbæjar ber, eins og öðrum landsmönnum að hlíta lögum um menningarminjar. Tilraunir til að draga úr trúverðugleika Minjastofnunar Íslands og sópa fagmennsku sérfróðra af teikniborði skipulagsmála eru tilræði við menningarminjar og sögu Akureyrarbæjar.“

Smellið hér til að lesa grein Margrétar.