Fara í efni
Fréttir

Aukin umferð um Norðurland

Umferð jókst um Norðurland í júlí en dróst saman á Suðurlandi.

Umferðin á Hringvegi í nýliðnum júlímánuði var 1% meiri en á sama tíma fyrra og þá hefur umferðin aldrei verið meiri. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vegagerðarinnar jókst umferð mest um Norðurland, eða 11,4% en á Suðurlandi mældist 2,5% samdráttur. Af einstaka mælipunktum jókst umferð mest á Möðrudalsöræfum, eða um tæp 17%. 

Umferðarmet um Hringveg í júlí

Tölurnar fyrir Norðurland eru byggðar á upplýsingum úr fimm umferðarteljurum Vegagerðarinnar sem staðsettir eru við Hringveginn; við Gljúfurá, í Öxnadal, í Kræklingahlíð, á Mývatnsheiði og á Mývatnsöræfum. Fram að þessu hafði meðalumferðaraukning í júlí verið 2,8%, svo þessi aukning nú er talsvert undir meðallagi. Þessi litla aukning leiddi engu að síður til þess að slegið var umferðarmet um Hringveginn í júlí, sem aftur leiðir til þess samkvæmt Vegagerðinni að líklega verður þetta nýtt heildarmet, þar sem júlí er jafnan umferðarmesti mánuður ársins á Hringveginum.