Fara í efni
Fréttir

Áttu bleik föt sem þú vilt gefa í október?

Áttu bleik föt sem þú notar ekki lengur? Þá er tilvalið að gefa þau á bleiku slána hjá Lottunni. Allur ágóði af bleiku slánni rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Í tilefni af Bleikum október og Dekurdögum á Akureyri tekur verslunin Lottan í Kaupangi við bleikum fötum sem fólk vill gefa til góðs málefnis.

Verslunin hefur sett upp sérstaka slá hjá sér eingöngu með bleikum fötum en það sem selst af slánni rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Sláin verður í versluninni út október og ef fólk á vel með farin bleik föt sem það vill gefa og styrkja þar með Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis getur það komið með fötin í verslunina á opnunartíma. Verslunin sér svo um að verðleggja fötin og selja þau.

Lottan er nytjaverslun sem opnaði á Akureyri í nóvember á síðasta árs. Verslunin er rekin af ungu pari sem opnuðu verslunina þar sem þau vildu leggja sitt af mörkum við að nýta betur það sem jörðin gefur.