Fara í efni
Fréttir

Ásýnd hverfa og húsa eru menningarverðmæti

Sótt hefur verið um leyfi til að rífa húsið númer 27 við Strandgötu og byggja nýtt í staðinn - húsið á stóru teikningunni. Í hægra horninu uppi er Lundargata 13 og teikning að breyttu húsi við Strandgötu 17 þar fyrir neðan, húsi á horni Strandgötu og Glerárgötu.

„Við spyrjum okkur, við sem unnum Akureyri og viljum varðveita gamla byggð og hús, hvenær og hvernig á að standa að endurbótum og uppbyggingu. Hvenær á að rífa gamalt hús og hvenær skal endurbyggt? Erfiðar spurningar sem þarf þó að svara,“ skrifar Jón Ingi Cæsarsson í aðsendri grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Í greininni fjallar Jón um þrjú hús á Eyrinni sem eru illa farin vegna viðhaldsleysis. „Ásýnd hverfa og húsa eru menningarverðmæti. Ég vildi sannarlega sjá meiri metnað hjá mínu ágæta bæjarfélagi þegar kemur að því að taka alvöru ákvarðanir svo ekki sé talað um að framkvæma og hvetja. Það er sannarlega af skornum skammti.“

Smellið hér til að lesa grein Jóns Inga.