Fara í efni
Fréttir

Slæm veðurspá til miðnættis annað kvöld

Slæmu veðri er spáð víða um land frá því síðdegis í dag þar til annað kvöld. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Norðurland eystra frá kl. 17:00 í dag til klukkan 9.00 í fyrramálið en þá tekur við appelsínugul viðbörðun til miðnættis annað kvöld.

Viðvörun dagsins er gefin út vegna sunnan og suðvestan hvassviðris. „Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frálausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Á morgun er spáð norðanátt og snjókomu, 18-23 metrum á sekúndu; rigning eða slyddu en snjókomu á heiðum og til fjalla. Líkur á versnandi værð á fjallvegum og slæmt ferðaveður, segir á vef Veðurstofunnar.

  • Hvað þýðir gul viðvörun? Veðrið getur haft nokkur eða staðbundin áhrif og valdið töfum, slysum eða tjóni ef aðgát er ekki höfð. Slík veður eru ekki óalgeng en krefjast árvekni við skipulagningu atburða og í ferðum á milli landshluta eða á hálendinu. Óveruleg áhrif á samgöngur á landi, innviði og þjónustu. Gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann gefur til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann. Gangi spár eftir eru miklar líkur á að viðvörunargildi hækki þegar nær dregur.
  • Hvað þýðir appelsínugul viðvörun? Miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum, tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi ef aðgát er ekki höfð. Skerðing á samgöngum og innviðum/þjónustu tímabundin/staðbundin.