Fréttir
Annar fálki finnst dauður á Akureyri!
27.11.2020 kl. 14:50
Fálkinn fannst dauður á gangstígnum neðan við andapollinn. Ljósmynd: Margrét Sóley Matthíasdóttir.
Dauður fálki fannst á gangstíg við andapollinn í dag. Börn sem áttu þar leið um gengu fram á fullorðinn karlfugl og virðist mjög stutt síðan hann drapst. Þetta er í annað skipti á fáeinum dögum sem dauður fálki finnst í miðjum Akureyrarbæ, sem teljast verður stórmerkilegt, enda sagði Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, við Akureyri.net fyrr í vikunni að sjaldgæft væri að fullorðnir fálkar dræpust annars staðar en fjarri mannabyggð.
Lesið um hinn dauða fálkann með því að smella HÉR