Fara í efni
Fréttir

Andlát: Þorvaldur Halldórsson söngvari

Hinn ástsæli söngvari Þorvaldur Halldórsson er látinn. Hann lést á Spáni þann 5. ágúst eftir stutt veikindi. Þorvaldur fæddist á Siglufirði 1944 og gerði garðinn frægan með Hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri á sjöunda áratug liðinnar aldar.

Bálför hans hefur þegar farið fram á Spáni, en útför á Íslandi auglýst síðar. Fréttavefur mbl.is greinir frá þessu í dag. 

Andlátsfregnin á mbl.is:

Þor­vald­ur Hall­dórs­son söngv­ari lést að morgni mánu­dags 5. ág­úst á Spáni á átt­ug­asta ald­ursári eft­ir stutt veik­indi.

Þor­vald­ur fædd­ist á Sigluf­irði 29. októ­ber 1944 og hóf þar tón­list­ariðkun sem gít­ar- og klar­in­ettu­leik­ari en á mennta­skóla­ár­um sín­um á Ak­ur­eyri hóf hann að syngja með Busa­band­inu og síðar Hljóm­sveit Ingimars Ey­dal og fleiri sveit­um. Með Ingimari sló hann í gegn með lag­inu Á sjó sem síðan varð eins kon­ar ein­kenn­islag Þor­vald­ar en fleiri vin­sæl lög með hon­um fylgdu í kjöl­farið á smá­skíf­um hljóm­sveit­ar­inn­ar og sóló­plötu s.s. Hún er svo sæt, Mig dreg­ur þrá, Sum­ar­ást, Ég tek hund­inn, Ég er sjó­ari og Sail­or á Sánkti kildu.

Þor­vald­ur flutt­ist suður yfir heiðar snemma á átt­unda ára­tugn­um en minna fór fyr­ir hon­um á tón­list­ar­sviðinu eft­ir það. Hann starfaði um tíma með hljóm­sveit­inni Pónik og gaf út nokkr­ar sólóskíf­ur, sum­ar þeirra inni­héldu kristi­lega tónlist en hann var virk­ur í flutn­ingi á kristi­legri tónlist. Þegar tón­list­ar­hátíðir voru sett­ar á svið á Broadway og fleiri stöðum til að minn­ast tón­list­ar eldri kyn­slóðanna kom hann margsinn­is fram á þeim.

Þor­vald­ur kvænt­ist árið 1962 Gunn­hildi Hjör­leifs­dótt­ur. Þau skildu. Þau eignuðust sam­an fjög­ur börn: Leif, Hall­dór Bald­ur og Ásu Láru auk stúlku­barns sem lést við fæðingu. Þor­vald­ur kvænt­ist seinni eig­in­konu sinni, Mar­greti Scheving, 1975. Hún átti fyr­ir börn­in Pál, Vikt­or og Heiðrúnu. Þau eignuðust síðan sam­an Þor­vald Krist­in 1979. Barna­börn­in eru sam­tals 17.

Þor­vald­ur lærði raf­virkj­un og húsa­smíði og starfaði við það um ára­bil en einnig starfaði hann lengi sem tón­list­armaður inn­an þjóðkirkj­unn­ar. Hann bjó um tíma í Vest­manna­eyj­um og á Sel­fossi en hafði verið bú­sett­ur á Tor­revieja á Spáni um nokk­urt skeið. Bál­för Þor­vald­ar fór fram á Spáni í dag, 7. ág­úst. Útför­in á Íslandi verður aug­lýst síðar.