Fréttir
Andlát: Sigurður Guðmundsson
20.04.2022 kl. 18:10

Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn aðeins 53 ára að aldri.
Sigurður lést í gær í borginni Lusaka í Sambíu, þar sem hann hefur búið undanfarin ár ásamt þarlendri eiginkonu sinni, Njavwa Namumba. Þau eiga tæplega árs gamlan son. Áður átti Sigurður þrjú börn, tvö þeirra eru uppkomin.
Sigurður fæddist í Kaupmannahöfn 8. mars 1969 en var búsettur á Akureyri nær alla ævi.