Andlát: Sigurður Bjarklind

Sigurður Bjarklind kennari á Akureyri er látinn eftir erfið veikindi, 77 ára að aldri. Sigurður fæddist 7. desember 1947 í Reykjavík og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. febrúar.
Foreldrar Sigurðar voru hjónin Sigríður Björnsdóttir Bjarklind og Jón Bjarklind.
Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 nam Sigurður í læknadeild Háskóla Íslands í nokkur ár. Hann hóf störf sem kennari við Menntaskólann á Akureyri 1976 og frá árinu 1987 var Sigurður einnig kennari við Háskólann á Akureyri. Hann kenndi í báðum skólum til 2017, líffræði, efnafræði og skildar greinar.
Sigurður Bjarklind var árum saman kunnasti fallhlífarstökkvari landsins og stökk um 800 sinnum á árunum 1966 til 1991.
Fyrri kona Sigurðar var Ólöf Magnúsdóttir. Þau bjuggu í Reykjavík en slitu samvistir. Sonur þeirra er Magnús Bjarklind.
Eiginkona Sigurðar er Margrét Ásta Skúladóttir frá Akureyri. Börn þeirra eru Ívar og Halla Sigríður, sem bæði eru búsett í Reykjavík.
Sigurður verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. febrúar.