Fréttir
Andlát: María Guðmundsdóttir
07.09.2022 kl. 20:00
Akureyringurinn María Guðmundsdóttir, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin aðeins 29 ára að aldri eftir erfið veikindi. Þetta kom fram í fréttum RÚV.
María, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, greindist með mjög alvarlegt krabbamein í byrjun þessa árs. Hún flutti 16 ára til Geilo í Noregi þar sem hún hóf nám í skíðamenntaskóla. Foreldrar hennar, Guðmundur Sigurjónsson og Bryndís Ýr Viggósdóttir, sem bæði voru einnig þekktir skíðamenn, fluttu á sama tíma til Noregs.
Frétt Akureyri.net um Maríu í janúar
Viðtal RÚV við Maríu í febrúar - Þýðir ekkert að hugsa: „Af hverju ég?“