Fara í efni
Fréttir

Andlát: Jónas Vigfússon

Jón­as Vig­fús­son verk­fræðing­ur lést við smala­mennsku í hlíðum Hagár­dals að norðan­verðu, inn­ar­lega í Eyja­fjarðarsveit, 2. sept­em­ber sl., 71 árs að aldri. Áður hafði verið greint frá nafni hins látna en ítarleg frétt um Jónas birtist í Morgunblaðinu og á mbl.is í dag.

Þar segir meðal annars:

Hagár­dal­ur er inn­an við bónda­bæ­inn Litla-Dal þar sem hann hef­ur verið bóndi síðan 1977 ásamt eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni, Krist­ínu Thor­berg.

Jón­as fædd­ist í Reykja­vík 13. nóv­em­ber 1951, son­ur Vig­fús­ar Guðmunds­son­ar húsa­smíðameist­ara og Guðrún­ar El­ín­ar Jón­as­dótt­ur hús­freyju. Hann var upp­al­inn í Reykja­vík og fór öll sum­ur í sveit frá 6 ára aldri, fyrst á Jó­dís­ar­stöðum og síðar sem ung­ling­ur á Hösk­ulds­stöðum í Eyjaf­irði.

Jón­as gegndi á starfs­ferli sín­um mörg­um og fjöl­breytt­um störf­um. Árið 1976 flutt­ist hann til Ak­ur­eyr­ar 1976 og hóf störf hjá Verk­fræðistofu Sig­urðar Thorodd­sen hf. (VST). Árin 1988-1991 starfaði hann hjá Sæplasti hf. sem hönnuður og sölumaður og sem fram­leiðslu­stjóri Ylein­ing­ar í Bisk­upstung­um.

Jón­as var sveit­ar­stjóri í Hrís­ey frá 1991 – 1996 en flutti þá á Kjal­ar­nes og starfaði sem sveit­ar­stjóri, bygg­ing­ar­full­trúi og skipu­lags­full­trúi til 2001. Á ár­un­um 2001-2006 starfaði hann sem verk­efna­stjóri gatna-, frá­veitu- og hrein­læt­is­mála og svo sem deild­ar­stjóri á fram­kvæmda­deild Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. 2006-2008 starfaði hann sem staðar­verk­fræðing­ur Loftorku ehf. á Ak­ur­eyri.

Á ár­un­um 2009-2014 var hann sveit­ar­stjóri og skipu­lags­full­trúi Eyja­fjarðarsveit­ar og 2015-2020 starfaði hann sem verk­efna­stjóri teikn­inga og landupp­lýs­inga á fram­kvæmda­deild Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og sem for­stöðumaður Um­hverf­ismiðstöðvar Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Síðan helgaði hann sig bú­störf­um í Litla- Dal, fé­lags­mál­um og vann sjálf­stætt við hönn­un bygg­inga og skipu­lags­mála til dauðadags.

Þau hjón­in, Jón­as og Krist­ín Thor­berg, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og iðjuþjálfi með meiru, eignuðust tvær dæt­ur; Auði Thor­berg, sem er gift Óskari Þór Vil­hjálms­syni, og Helgu, sem er gift Hreini Þór Hauks­syni. Barna­börn­in voru orðin sjö.

Nánar hér á mbl.is