Fara í efni
Fréttir

Andlát: Björn Baldursson

Björn Baldursson verslunarmaður á Akureyri er látinn, 86 ára að aldri. Hann fæddist 13. september 1935 og lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri síðastliðinn mánudag, 4. apríl.

Eftirlifandi eiginkona Björns er Steinunn Guðmundsdóttir fv. verslunareigandi og húsmóðir. Börn þeirra hjóna eru Baldur, Guðmundur, Anna Margrét og Telma.

Foreldrar Björns voru hjónin Anna Margrét Björnsdóttir húsfreyja og síðar verslunarkona og Baldur Guðlaugsson endurskoðandi og síðar sýsluskrifari á Akureyri. Björn var elstur fimm systkina, hin eru: Guðlaugur, f. 15.3.1937, d. 23.3.2015, Anna Pálína, f. 14.6.1941, Ingunn, f. 27.10.1945, d. 15.6.1998 og Agnes, f. 18.12.1951.

Björn var ungur þegar faðir hans féll frá og fór því snemma að vinna fyrir sér. Hann starfaði í áratugi fyrir KEA, síðast sem fulltrúi á verslunar- og sérvörusviði. Árið 1990 keypti hann og rak síðan umboðsverslunina Th. Benjamínsson og Co í tæp 30 ár. Björn var kunnur afreksmaður á skautum á yngri árum.

Útförin Björns Baldurssonar verður frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. apríl kl. 13.00.