Fara í efni
Fréttir

Alþjóðlegt verkefni um Hauganes

Stúdentar við Háskólann á Akureyri (HA) hafa undanfarið unnið að alþjóðlegu verkefni sem snýr að uppbyggingu Hauganess sem áfangastaðar.

Nýlega var haldin svokölluð Vaken vika í skólanum þar sem saman stúdentar og kennarar úr HA, frá Finnlandi, Danmörku og Eystrasaltsríkjunum, alls 53 einstaklingar.  Vaken er tveggja ára samstarfsverkefni fjármagnað sem er af Nordplus, að því er segir í tilkynningu frá skólanum.

„Markmiðið samstarfsins er efla mjúka færni stúdenta. Mjúk færni, þ.e.a.s. færni á borð við sköpunargáfu, að hugsa út fyrir kassann, samskiptahæfileikar, bæði í töluðu og rituðu máli skiptir gríðarlegu máli fyrir stúdenta og er mikilvægt að veita þeim aukin tækifæri til að þjálfa þessa færni,“ segir í tilkynningunni.

Sigmar Aðalsteinsson frá Ektafiski á Hauganesi, Hafdís Björg Hjálmarsdóttir lektor við viðskiptadeild, Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir aðjúnkt við Viðskiptadeild.og Elvar Reykjalín, eigandi Ektafisks.

„Í Vaken vikunni fengu stúdentar tækifæri til að vinna raunverulegt verkefni í alþjóðlegum hópi, í nánu samstarfi við samstarfsfyrirtæki. Stúdentarnir þurftu að finna lausn á stóru vandamáli, prófa og kynna nýjar hugmyndir sínar á aðeins fimm dögum. Unnið með Elvari Reykjalín og Sigmari Aðalsteinssyni frá Ektafisk á Hauganes og var verkefni stúdenta að efla Hauganes sem áfangastað.“

Ótrúlega spennandi

„Á mánudeginum hófst vinnan með ferð á Hauganes þar sem Elvar og Sigmar tóku á móti hópnum. Þar fengu stúdentar kynningu á fyrirtækinu, staðnum, heitu pottunum, umhverfinu og öllu því sem Hauganes hefur uppá að bjóða. Í lok heimsóknarinnar var borðað á Baccalá bar. Eftir það var haldið í Háskólann á Akureyri þar sem vinna stúdentanna hófst. Alls voru sex teymi stúdenta frá fyrrnefndum löndum, alls 36 stúdentar, sem unnu undir forystu og leiðbeiningu 17 kennara frá sömu löndum. Stúdentar bjuggu til nýstárlegar og hagnýtar frumgerðir til að efla lífvænleika og vöxt Hauganes innan verkefnisins.“

Fulltrúar HA í verkefninu; Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Karolína Árnadóttir, Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir, Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, Sindri Snær Jóhannesson og Hörður Hlífarsson.

Fulltrúar Háskólans á Akureyri eru Hafdís Björg Hjálmarsdóttir lektor við viðskiptadeild og Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir aðjúnkt við Viðskiptadeild. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni og afar dýrmætt tækifæri fyrir stúdenta að æfa og þjálfa mjúka færni og vinna með nemendum frá öðrum löndum. Einnig er þetta mikilvægt fyrir okkur að hitta kollega frá öðrum skólum sem gefur okkur innblástur í kennslu og störf,“ er haft eftir þeim. Stúdentar frá Háskólanum á Akureyri voru Hörður Hlífarsson, Karolína Árnadóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir og Sindri Snær Jóhannesson, öll stúdentar við viðskiptadeild HA.

Þátttakendur eru; Arcada University of Applied Sciences (Finnlandi), University College Lillebælt (Danmörku), TTK University of Applied Sciences (Eistlandi), Kauno kolegija/University of Applied Sciences (Litháen), Vilniaus Kolegija (Litháen), Vidzeme háskólinn (Lettlandi) og Háskólinn á Akureyri. Nánar má lesa um Vaken á heimasíðu verkefnisins www.vaken.org.