Fara í efni
Fréttir

Almennur fundur um kjaramál eldri borgara

Kjarahópur Félags eldri borgara á Akureyri býður til almenns fundar um kjaramál og vinnumarkað í Hofi í dag, þriðjudaginn 14. nóvember, kl. 16.00.

Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, mætir á fundinn fyrir hönd sambandsins og tekur þátt í pallborði um aðgerðir stjórnvalda í þágu eldri borgara í tengslum við komandi kjarasamninga. Með honum í pallborði verða Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA auk fulltrúa ýmissa stéttafélaga, þar á meðal Anna Júlíusdóttir formaður, Einingar-Iðju.

Fundurinn er opinn öllum 60 ára og eldri og full ástæða er til þess að hvetja fólk til að fjölmenna.