Fara í efni
Fréttir

Allt helgihald fellt niður um áramótin

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tekið þá ákvörðun að allt helgihald í kirkjum landsins um áramótin sem og öðrum stöðum, verði fellt niður í ljósi hinnar hröðu útbreiðslu Covid-19 veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra. Þetta kemur fram á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Biskup bendir fólki að huga að streymi frá sóknarkirkjum sem og helgihaldi sem verður útvarpað á Rás 1.

Þessum athöfnum verður útvarpað á Rás 1:

  • Gamlársdagur kl. 18.00: Aftansöngur í Hallgrímskirkju í Reykjavík: Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kórstjóri: Steinar Logi Helgason. Kór Hallgrímskirkju syngur.
  • Nýársdagur kl. 11. 00 – Dómkirkjan í Reykjavík: Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar. Kór Dómkirkjunnar syngur.
  • Sunnudagurinn 2. janúar, kl. 11. 00 - Áskirkja: Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altair ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djákna. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Kór Áskirkju syngur.

Þetta eru önnur áramótin í röð sem fólki gefst ekki kostur á að sækja kirkju. Upplýsingar verða veittar á heimasíðum og Facebook síðum kirknanna  um hvenær streymt verður og með hvaða hætti.