Akureyrskar konur hjóla í Vueling!
Hjólreiðahópuri akureyrskra kvennar lenti í óskemmtilegri reynslu á Spáni í vikunni vegna ótrúlegra erfiðleika við að komast aftur heim til Íslands!
Akureyri.net var í sambandi við eina þeirra, Þórdísi Sigurðardóttur, í gær en missti af henni í flug áður en nánari upplýsingar fengust. því er rétt að benda á ítarlega frétt á Vísi, þar sem makalaus saga hópsins er rakin.
Hópurinn fór utan 7. mars og heimferð var ráðgerð síðastliðinn mánudag, 14. mars, en Akureyringarnir komust loks til landsins í bítið í morgun frá Amsterdam; flugu þangað frá Barcelona í gærkvöldi og síðan heim til Íslands eldsnemma í morgun eftir níu klukkustunda bið á Schiphol flugvelli í Amsterdam! Hópurinn ber flugfélaginu Vueling ekki vel söguna, svo vægt sé til orða tekið. Þar á bæ hafi verið boðið upp á lítið annað en lygar nokkra daga í röð en ferðaskrifstofan TA Sport hafi náð að bjarga málinu í gær og hrósar Þórdís starfsmönnum hennar í hástert.
Smellið hér til að lesa frétt Vísis.