Akureyri: Kollsteypa í heilbrigðismálum
„Eitthvað er að eiga sér stað varðandi rekstur heilbrigðiskerfisins á Akureyri. Dropinn holar steininn segir máltækið. Maður fær á tilfinninguna að dropateljarinn sé kominn á loft og undir sé opinbera heilbrigðisþjónustan í bænum. Og markmiðið alger kollsteypa að því er virðist.“
Þetta segir Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í grein sem birtist á Akureyri.net í bítið. Sindri er í stýrihópi flokksins um heilbrigðis- og öldrunarmál.
Sindri fjallar um heilbrigðisþjónustu á Akureyri eins og þau blasa við honum og segir síðan:
„Þegar allt framangreint er samantekið teiknast upp mynd af einu fyrirtæki [Heilsuvernd] sem er hægt og bítandi að taka yfir veitingu heilbrigðisþjónustu í bænum að stóru leyti. Án þess að nokkuð samráð við bæjarbúa hafi farið fram og algjörlega á skjön við vilja mikils meirihluta þeirra sem þjónustuna nota.“
Smellið hér til að lesa grein Sindra.