Fara í efni
Fréttir

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Maður hefur verið ákærður fyrir að reyna að ráða manni bana um verslunarmannahelgina á Akureyri. Hann stakk mann fjórum sinnum með hnífi. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Í ákæru er áverkunum lýst svo, skv. frétt RÚV:

„Við atlöguna hlaut A lífshættulega stunguáverka, annars vegar yfir ofanverðu vinstra herðablaði, sem gekk í gegnum vöðva og að beini, og hins vegar á hægra brjósti, þar niður á við í gegnum þindina, inn að lifrinni og kviðarholi, auk þess sem hann hlaut skurði á baki milli hægra herðablaðs og hryggjar og á neðanverðu hægra herðablaði.“

Frétt RÚV