Fara í efni
Fréttir

Áhyggjur fólks af eigin fjárhag hafa aukist

Töluvert er um að félagsmenn í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju hafa þurft að neita sér um læknisaðstoð vegna fjárhagsörðugleika. Þetta kemur fram í grein Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju, þar sem henn vísar til könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið.

„Könnun Gallups sýnir að okkar félagsfólk hefur það mjög misjafnt, bjartsýni ríkir hjá mörgum en aðrir sjá sinn veruleika í svartnætti. Það er sláandi að áhyggjur af eigin fjárhag hafa aukist og er þó nokkur munur á milli ára til hins verra. Það er líka sláandi að 22% þeirra sem tóku þátt í könnuninn hafi þurft að fresta heimsóknum til lækna, rúm 36% til tannlækna og rúm 17% hafi ekki leyst út lyf vegna fjárhagsörðuleika. Þegar skoðað er hverjir þetta eru þá kemur í ljós að það eru þeir sem er á barneignaraldri,“ segir Björn í greininni.

Björn bendir líka á það sem honum þykir jákvætt, m.a. að launahækkaðir sem samið var um og komu til framkvæmda 1. janúar 2021 hafi skilað sér.

Smellið hér til að lesa grein Björns.