Fara í efni
Fréttir

Áhugaverð rannsókn á skammdegisþunglyndi

Ljósmynd: Pedro Gabriel Miziara/Unsplash

„Ertu ung/ur, svolítið löt/latur og borðar mikið af kolvetnum?

– Varúð, þú gætir orðið þunglynd/ur!“

Þannig hefst mjög áhugaverð grein eftir Lada Zelinski, doktorsnema við Háskólann á Akureyri, sem birtist á Akureyri.net í dag. Þar segir hún frá merkilegri rannsókn á skammdegisþunglyndi sem stendur yfir – á árstíðabundinni lyndisröskun, eins og það er kallað á fagmáli. Rannsakendur við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands eru þar að verki, 15.000 manns á mismunandi aldri, kyni og víðs vegar á landinu var boðið að taka þátt en nú býðst öðrum einnig að vera með.

Zelinski upplýsir í greininni að þrátt fyrir langa og dimma vetur hérlendis virðist Íslendingar ónæmari fyrir áhrifum þess en aðrir Norðurlandabúar. „Á meðan tíðni árstíðabundinna lyndisraskana er allt að 10% á öðrum Norðurlöndum, þá virðast aðeins 3,8% Íslendinga upplifa hana, samkvæmt rannsóknarniðurstöðum á algengi þeirra hérlendis frá árinu 1993.“

Þrjátíu ár eru sem sagt síðan síðasta rannsókn var gerð hérlendis og því vilja þau Zelinski kanna hvort breyting hafi orðið á síðan þá.

Smellið hér til að lesa grein Lada Zelinski og fá nánari upplýsingar um könnunina.