Ætla ekki í stríð heldur að kveikja ljós
Þrír kvennaklúbbar á Akureyri og nemendafélög tveggja framhaldsskóla hafa tekið höndum saman og boða til ljósagöngu 1. desember næstkomandi í tilefni 16 daga alþjóðlegs átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem hefst í dag.
Auður H. Ingólfsdóttir sem skrifað hefur pistla hér á Akureyri.net er formaður Zontaklúbbs Akureyrar, eins þeirra sem standa að göngunni. Hún fjallar í pistli dagsins um ofbeldi og viðbrögð við því.
Hún segir meðal annars: „Nýlega boðaði dómsmálaráðherra landsins, Jón Gunnarsson, „stríð“ gegn skipulagðri glæpastarfssemi. Tilefnið var hnífaárás í miðbæ Reykjavíkur, sem jafnframt var talin birtingarmynd aukins ofbeldis meðal glæpagengja. Ég deili áhyggjum dómsmálaráðherra af þróun mála varðandi ofbeldisglæpi en þykir orðavalið athyglisvert. Hvað nákvæmlega felur stríð gegn glæpastarfsemi í sér? Almennt vísar stríð í harkaleg átök sem fela í sér alvarlegt ofbeldi. Hart mætir hörðu. Er það besta leiðin til að draga úr ofbeldi?“
Smellið hér til að lesa pistil Auðar H. Ingólfsdóttur.