Fara í efni
Fréttir

Aðstoðar fólk við að komast frá Úkraínu

Elvar Orri Brynjarsson í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í kvöld. Skjáskot af RUV

Ungur Akureyringur, Elvar Orri Brynjarsson, hefur undanfarna daga verið sjálfboðaliði við landamæri Póllands og Úkraínu. Óðinn Svan Óðinsson fréttamaður ræddi við Elvar Orra í sjónvarpsfréttum RUV klukkan 22.00.

Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu var Elvar Orri einn fjölmargra sem hófst handa við að aðstoða Úkraínumenn við að komast úr landi; sat við tölvuna sína hér heima og var tengiliður á milli bílstjóra í Póllandi og fólks í Úkraínu, að því er fram kom í fréttinni. Þegar það varð erfiðara vegna ástandsins var Elvar Orri í hópi fólks sem ákvað að drífa sig á staðinn og aðstoða á vettvangi. Meðal verkefna er að fara daglega yfir landamærin til Úkraínu með mat og aðrar nauðsynjar, og til að sækja fólk sem vill flýja ástandið. Hann segist verða þarna úti eins lengi og þörf er á.

Smellið hér til að sjá fréttatímann á RUV, frásögn af Elvari Orra hefst eftir 40 sekúndur.