Fara í efni
Fréttir

Aðgerðaáætlun til að efla sjúkrahúsið

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, hefur lagt fram þingsályktun um aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri. Hún vill m.a. láta skoða hvort forsendur séu til staðar til styrkja stöðu stofnunarinnar sem kennslusjúkrahúss ásamt því að skilgreina og viðurkenna hlutverk þess sem háskólasjúkrahús.

„Samhliða því markmiði yrði stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu á upptökusvæði sjúkrahússins ásamt því að laða að sérhæft heilbrigðisstarfsfólk. Með aukinni samvinnu við LSH og viðeigandi menntastofnanir má byggja upp enn öflugra nám á sviði heilbrigðisvísinda á SAK,“ segir hún í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Smellið hér til að lesa grein Ingibjargar,