Fara í efni
Fréttir

Aðgerð með sérsveit í húsi í Glerárhverfi

Nú síðdegis handtók lögreglan á Norðurlandi eystra fimm einstaklinga í heimahúsi í Glerárhverfi. Aðgerðin fór fram með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og lauk nú fyrir skömmu.
 
Lögreglan fékk tilkynningu um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt. Lögreglan vopnaðist og lokaði nærliggjandi götum á meðan ástandið var tryggt. Vakthafandi lögreglumenn sérsveitar ríkislögreglustjóra voru kallaðir til og stýrðu þeir handtökum á vettvangi.
 
Fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar að málið sé á frumstigi og því ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli.