Fara í efni
Fréttir

Aðalsteinn og Laufey Brá sóttu um starf prests

Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson

Tvær umsóknir bárust um starf prests í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli, sem biskup Íslands auglýsti nýlega. Umsækjendur eru séra Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur í Grundarfirði og Laufey Brá Jónsdóttir guðfræðingur.

Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur til 23 ára, hætti störfum um áramót og er nú sjúkrahúsprestur á Akureyri. Séra Hildur Eir Bolladóttir var ráðin sóknarprestur í stað Svavars Alfreðs og séra Jóhanna Gísladóttir er einnig prestur í prestakallinu.

Akureyrar- og Laugalandsprestakall nær yfir Akureyri sunnan Glerár og Eyjafjarðarsveit. Í prestakallinu eru þrjár sóknir, Akureyrarsókn, Grundarsókn og Kaupangssókn. Sjö kirkjur eru í prestakallinu.