Fréttir
Ábyrgjast 800 m.kr. lán Norðurorku
15.07.2023 kl. 10:00
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að veita Norðurorku einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds til tryggingar láns Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstóli allt að 800 milljónum króna.
Ábyrgðin er til komin vegna lántöku Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, en lánið er tekið til fjármögnunar hitaveituframkvæmda. Þar sem bæjarstjórn er í sumarfríi hefur bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst. Fram kemur í afgreiðslu bæjarráðs að ábyrgðin taki til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.