Fara í efni
Fréttir

Á svipstundu skipast veður í lofti ...

Myndir: Skapti Hallgrímsson

Hið fornkveðna að skjótt skipist veður í lofti, átti sannarlega við á Akureyri nú í hádeginu. Vaðlaheiði gránaði niður í miðjar hlíðar í morgun, sem stundum kann að þykja fallegt þó ekki eigi það við á þessum árstíma. Í hádeginu læddist svo dökkur skýjabakki inn fjörðinn og útsýnið af skrifstofu ritstjóra Akureyri.net breyttist á svipstundu.

Efri myndin var tekin klukkan 12.15 og sú neðri þremur mínútum síðar! Síðan þá hefur verið boðið upp á létta snjókomu og spáin fyrir vikuna er mjög slæm eins og fram kom í morgun – sjá hér. Flestum þætti spáin skiljanleg í janúar eða febrúar, en vantrúaðir verða að treysta því að veðurfræðingar lesa óveðrið úr kortunum nú. 

Vér löghlýðnir verðum ef til vill að skilja bílinn eftir heima næstu daga og ferðast um á tveimur jafnfljótum, útbúnir mannbroddum, fyrst nagladekkin voru komin í geymslu.