Fara í efni
Fréttir

Á hraðleið til helvítis eða krydd í tilveruna?

Arnar Már Arngrímsson rithöfundur á Akureyri hefur ekki komist hjá því að sjá margoft auglýsingu í sjónvarpinu undanfarið þar sem fólkið er „bæði fallegt og glaðlegt og manni hlýnar um hjartarætur,“ eins og hann segir í grein á Akureyri.net í dag.

Í auglýsingunni er fólk hvatt til þess gera einhvern glaðan – með því að kaupa varning á vefsíðunni. „Aðalritari Sameinuðu þjóðanna var ekki glaður í ræðu fyrir skemmstu og hann talaði um að við værum á hraðleið til helvítis. Róa sig aðeins. Maður verður að fá að leyfa sér aðeins; Singles´ Day, Black Friday, þetta er næs krydd í tilveruna og frábært að taka jólainnkaupin snemma og svona,“ skrifar Arnar – en rifjar jafnframt upp hve mörg tonn af fatnaði Rauði krossinn á Akureyri sendi til útlanda árið 2021 ...

Smellið hér til að lesa grein Arnars Más.