Fréttir
75 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði
04.02.2021 kl. 16:30
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkir 85 verkefni um alls 75 milljónir króna á þessu ári. Úthlutun fór fram í gær og eru styrkir veittir til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja á sviði menningamála. Umsóknir bárust úr öllum sveitarfélögum landshlutans, lang mestu var úthlutað til fólks sem búsett er á Akureyri, en hafa ber í huga að fjöldi verkefna hefur bein áhrif á aðra staði, óháð því hvar umsækjandi er búsettur.
Verkefni sem tengjast Akureyri beint eru eftirtalin
- Sköpun utan línulegrar dagskrár – Rafrænar listasmiðjur
- Ungskáld 2021 á Amtsbókasafninu
- Kaka fyrir þig – dansgjörningastuttmynd
- Hrísey Eimingarhús – gin- og viskígerð
- Listasmiðja með strætó – gerð handbrúða og brúðuleikhús
- Ennio Morricone – In Memoriam, flutningur tónlistar þessa heimsþekkta kvikmyndatónskálds
- Braggaparkið – regluleg námskeið á hjólabrettum og hlaupahjólum
- Myndbandasería um landslags- og náttúrulífsljósmyndun á Norðurlandi eystra
- Út um holt og hæðir – merking útivistarleiða í Eyjafirði
- Náttúruböð í Eyjafirði
- Pastel ritröð – samfélagsverkefni sem miðar að því að efla frumsköpun bókverka á Norðurlandi
- Grafíkverkstæði Gilfélagsins
- Fardagar – tónleikaröð með íslenskri þjóðlagatónlist
- Opinn dagur í Gúlaginu – tónlistarhátíð á Oddeyri
- INNI Music, fyrsta alþjóðlega tónlistarforlagið á Íslandi
- Sælkerasveppa- og spírurækt
- Rannsóknarstofa handverks með áherslu á útsaum
- Kaktus Menningarfélag
- Barnabókmenntahátíð í Hofi
- Allar gáttir opnar – listamenn flytja efni í Davíðshúsi og segja frá hvernig sköpun þeirra fer fram
- Lög unga fólksins, þá og nú – tónlistarflutningur og spjall á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri á Minjasafninu
- Mjólkurbúðin – salur Myndlistarfélagsins
- 4 x 4 – Tónleikaferð fransk-akureryska barokkhópsins Corpo di Strumenti
- Fjallahlaupið Súlur Vertical
- Skólatónleikar fyrir 4. til 6. bekk á vegum Tónlistarfélags Akureyrar
- Hreinsistöð Akureyrar – hreinsun sands og fitu
- Hulda skáldkona – hlaðvarp og tónleikar í tali og tónum
Smellið hér til að sjá öll verkefnin sem hlutu styrk.