Fara í efni
Fréttir

7.000 atkvæði talin: L með 3 bæjarfultrúa, B og D með 2, F, S, M og V 1 hver

Oddvitarnir níu voru spenntir rétt áður en fyrstu tölur voru lesnar upp. Frá vinstri: Sunna Hlín Jóhannesdóttir Framsókn, Heimir Örn Árnason Sjálfstæðisflokki, Brynjólfur Ingvarsson Flokki fólksins, Ásgeir Ólafsson Lie sem var í 2. sæti hjá Kattaframboðinu, Gunnar Líndal Sigurðsson L-lista, Hlynur Jóhannsson Miðflokki, Hrafndís Bára Einarsdóttir Pírati, Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingu og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Vinstri grænum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Búið er að telja 7.000 atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri, 59,5% þeirra sem eru á kjörskrá. Þetta var í þriðja skipti sem birtar eru tölur og framboðin eru öll með jafn marga menn inni og þegar fyrri tölur voru birtar.

Staðan núna er þessi:

  • L-listinn 1316 atkvæði – 19,5%– 3 bæjarfulltrúar
  • Framsókn 1205 atkvæði – 17,8%– 2 bæjarfulltrúar
  • Sjálfstæðisflokkur 1129 atkvæði – 16,7%– 2 bæjarfulltrúar
  • Flokkur fólksins 830 atkvæði –12,3%– 1 bæjarfulltrúi
  • Samfylkingin 775 atkvæði – 11,5%– 1 bæjarfulltrúi
  • Miðflokkurinn 534 atkvæði – 7,9%– 1 bæjarfulltrúi
  • Vinstri grænir 476 atkvæði – 7,0%– 1 bæjarfulltrúi
  • Kattaframboðið 283 – 4,2%– enginn bæjarfulltrúi
  • Píratar 207 atkvæði – 3,1%– enginn bæjarfulltrúi

Auðir seðlar eru 232 og ógildir 13.

Smellið hér til að sjá frétt um stöðuna eftir að 5.000 atkvæði höfðu verið talin.