Fréttir
5,3% verðhækkun í landsbyggðastrætó
13.07.2024 kl. 06:00
Hækkun hefur orðið á fargjaldi í landsbyggðastrætó og kostar nú stök ferð milli Akureyrar og Reykjavíkur 13.200 kr. Fyrir gjaldskrárbreytingu kostaði ferðalagið 12.540 kr.
Hækkunin gekk í gildi um síðustu mánaðarmót og nemur hún 5,3%. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vegagerðarinnar hækkuðu fargjöld stakra farmiða í landsbyggðarstrætó úr 570 kr. í 600 kr. Breytingin er í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs en síðast var fargjald í strætó á landsbyggðinni hækkað í júlí 2023. Verð á tímabilskortum og nemakortum haldast óbreytt.