28 sóttu um nýtt starf sviðsstjóra hjá bænum
Alls bárust 28 umsóknir um nýtt starf sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í júní en fjóru drógu umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur var til og með 5. ágúst sl.
Umsækjendur eru:
- Anna Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri
- Anna Kristín Jensdóttir, móttökustjóri réttindagæslu fatlaðs fólks
- Axel Axelsson, framkvæmdastjóri
- Bjarni Snær Friðriksson
- Elva Dögg Pálsdóttir, ferðamálafræðingur
- Emil Örn Jóhannesson, nemi
- Eva Reykjalín Elvarsdóttir, viðskiptafræðingur og mannauðsráðgjafi
- Friðrik Bjarnason, sérfræðingur
- Frosti Gíslason, tæknifræðingur
- Guðbjörn Grétar Björnsson, viðskiptafræðingur
- Joël Tehe
- Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarbæ
- Magnús Árni Gunnarsson, viðskipta- og markaðsfræðingur
- Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður
- Sindri Snær Konráðsson
- Skúli Gautason, menningarfulltrúi
- Sumarliði Helgason, tölvunarfræðingur
- Svanhvít Pétursdóttir, verslunarstjóri
- Sveinbjörn Grétarsson, þjónustustjóri
- Toluwalase Okediran, nemi
- Tryggvi Jónsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
- Valdimar Björnsson, MBA
- Þórður Þorsteinsson, lögreglufræðingur
- Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir, lögreglumaður
Á vef Akureyrarbæjar segir: „Þjónustu- og skipulagssvið er nýtt stoðsvið sem ber ábyrgð á þjónustuferlum og þróun þeirra, stafrænum umbreytingum, skipulags- og byggingarmálum sem hluta af uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins en faglegur hluti skipulags- og byggingamála er á ábyrgð forstöðumanna þeirra verkefna. Þá ber sviðið einnig ábyrgð á markaðs- og menningarmálum Akureyrarbæjar, innri og ytri upplýsingum og þjónustu s.s. rafrænni stjórnsýslu, heimasíðu bæjarins, þjónustuveri, skjalastjórnun, þjónustu við kjörna fulltrúa, rekstri og umsjón starfsstöðva og mötuneyta, íbúasamráði og atvinnumálum.“