Fara í efni
Fréttir

27% hækkun á verði lambakjöts til verslana

Kjarnafæði-Norðlenska hefur tilkynnt um 27% verðhækkun á lambakjöti til verslana í haust. Aðrar afurðastöðvar munu einnig hækka verð töluvert. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Kjarnafæðis-Norðlenska, segir að þetta séu verðbreytingar sem þau telji nauðsynlegar í framhaldi af hækkunum til bænda. „Framleiðslukostnaður til bænda á þeim vörum sem við kaupum af þeim hefur hækkað gríðarlega mikið. Og það þýðir að það þarf að hækka kostnaðarverð og þá söluverð þeirrar vöru sem úr því kemur,“ segir hann við RÚV.

Smellið hér til að sjá frétt RÚV