21 milljón safnast fyrir snjótroðara
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að leggja 15 milljónir króna í söfnun Skógræktarfélags Eyfirðinga fyrir nýjum snjótroðara.
Svalbarðsstrandarhreppur ákvað að styrkja málefnið um 350.000 krónur á dögunum, Pokasjóður leggur fram tvær milljónir króna og í gær hafði 21 milljón safnast. Félagið stefnir að því að safna 35 milljónum 22. febrúar á næsta ári.
Snjótroðarinnar sem Skógræktarfélagið hefur átt í langan tíma er nánast ónothæfur, enda ríflega 40 ára, og hefur þjónað félaginu vel. Félagið tilkynnti um söfnun snemma árs og stefnir að því að kaupa troðara sem kostar um það bil 35 milljónir.
Kjarnaskógur er afar vinsæll allt árið, að vetrarlagi er til að mynda mikill fjöldi sem gengur á skíðum í skóginum og troðarinn er m.a. notaður til að útbúa gönguspor.