Fara í efni
Fréttir

14.688 á kjörskrá – Gleðilega hátíð!

Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér fulltrúa til þess að stýra sveitarfélögum landsins næstu fjögur ár. Akureyringar kjósa í Verkmenntaskólanum, í Hríseyjarskóla og Grímseyjarskóla.

Kjörfundur stendur yfir frá klukkan 9.00 til 22.00 en í Hrísey og Grímsey verður opið að lágmarki til klukkan 17.30.

Á Akureyri eru 14.688 á kjörskrá.

Ástæða er til þess að hvetja alla til þess að nýta sér kosningaréttinn; sá réttur er því miður ekki sjálfsagður alls staðar. Stundum er fólk hvatt til þess að kjósa rétt. Munið að allir sem nýta sér kosningaréttinn á annað borð kjósa rétt!

Akureyri.net hefur fjallað ítarlega um aðdraganda kosninganna og fylgist að sjálfsögðu áfram með í dag og nótt og allt þar til meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Akureyrar.

Gleðilega hátíð!