Fara í efni
Fréttir

13.000 hamborgarar sendir heim fyrsta árið

Wolt fagnar ársafmæli í heimsendingum á Akureyri. Mynd: aðsend

Nú er ár liðið frá því að heimsendingaþjónustan Wolt hóf starfsemi sína á Akureyri, og fyrirtækið hélt upp á áfangann í síðustu viku, þann 20. mars. „Það hefur verið stórkostleg vegferð að koma með Wolt til Akureyrar,“ segir Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt á Íslandi í fréttatilkynningu. „Við höfum fengið mikinn stuðning bæði viðskiptavina og samstarfsaðila í veitingageiranum og erum stolt af því hlutverki okkar að gera gómsætan mat aðgengilegri um leið og við styðjum við staðbundinn rekstur fyrirtækja. Samanlagt höfum við fært íbúum á Akureyri fleiri en 13.000 hamborgaramáltíðir yfir síðasta árið, þannig að eftirspurnin hefur klárlega verið fyrir hendi.“

„Um leið og við horfum til næsta ársins og frekari velgengni viljum við færa Akureyringum okkar bestu þakkir fyrir traustið og viðtökurnar,“ segir Jóhann. „Við hlökkum til enn fleiri ára af frábærum mat, hnökralausum heimsendingum og dýrmætum samverustundum við matarborðið.“

Mikilvæg búbót fyrir marga veitingastaði í bænum

Einn af þeim veitingastöðum sem hafa verið í samstarfi við Wolt allt árið er DJ Grill. „Það, að geta boðið upp á heimsendingar hefur gríðarlega góð áhrif á söluna“, segir Elva Sigurðardóttir, stofnandi DJ Grill. „Í fullri hreinskilni er núna erfitt að ímynda sér fyrirtækið án heimsendinga, eftir aðeins eitt ár. Við óskum Wolt til hamingju með fyrsta árið sitt á Akureyri og hlökkum til margra ára í viðbót.“

Það eru ekki bara veitingastaðir í samstarfi við Wolt, en það er hægt að panta snarl og matvöru frá Krambúðinni og heimsendingar á erótískum vörum úr Blush. Í fréttatilkynningunni segir að vinsælustu veitingastaðir bæjarins í heimsendingum hjá Wolt séu (í stafrófsröð) DJ Grill, Greifinn, Krua Siam, Sykurverk og Taste. 

Tíu vinsælustu réttirnir á fyrsta ári Wolt eru:

  1. Hamborgarar
  2. Evrópskur matur
  3. Kebab
  4. Tælenskur matur
  5. Mexíkóskur matur
  6. Matur af kaffihúsum
  7. Samlokur
  8. Pítsur
  9. Sushi
  10. Morgunmatur og bröns 

Fyrri fréttir á Akureyri.net um Wolt: