100 fermetra íbúð á 100 milljónir!
100 fermetra íbúð í miðbæ Akureyrar er nú auglýst til sölu á 100 milljónir króna! Hver fermeter er því verðlagður á eina milljón króna og fullyrða fasteignasalar sem Akureyri.net ræddi við að það hafi aldrei gerst áður í sveitarfélaginu.
Íbúðin er auglýst til sölu hjá Kasa fasteignum. Svo allrar nákvæmni sé gætt er íbúðin 99,9 fermetrar og verðið 99.800.000; ásett fermetraverð því 998.999 krónur – 1.001 krónu vantar til að verðið milljón kr. á fermeter.
Um er að ræða íbúð á þriðju og efstu hæð í nýlegu fjölbýishúsi, Austurbrú 8. Í auglýsingunni segir: „Um er að ræða einstaka útsýnis penthouse íbúð á besta stað í miðbæ Akureyrar. Íbúðin er 3 herbergja og 99,9 fm að stærð og er öll hin glæsilegasta. Byggingarár hússins er 2018 en íbúðin var innréttuð og tekin í notkun árið 2020.“
Eignin skiptist í forstofu, stofu og eldhús í sama rými, baðherbergi með þvottaaðstöðu, tvö svefnherbergi, rúmgóðar vestur svalir ásamt sér stæði í bílakjallara og geymslu.
Smellið hér til að sjá auglýsinguna.