Fara í efni
Fréttir

1. MAÍ – TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!

Frá hátíðarhöldum á baráttudegi verkafólks á Akureyri fyrir nokkrum árum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

1. maí er runninn upp – alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Akureyri.net óskar vinnandi fólki nær og fjær til hamingju með daginn!

Dagskrá á Akureyri í tilefni dagsins er sem hér segir:

Kröfuganga

13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar

Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu

  • Ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna
  • Hátíðarræða, Finnbjörn A. Hermannsson – forseti ASÍ
  • Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Gosa
  • Ívar Helgason tekur lagið

Kaffihressing að dagskrá lokinni. Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin

Sterk hreyfing – sterkt samfélag

„Yfirskrift þessa baráttudags okkar er að þessu sinni „Sterk hreyfing – sterkt samfélag”. Hún vísar til þess að verkalýðshreyfingin hefur öðrum fremur mótað Ísland sem velferðarsamfélag,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, m.a. í kveðju á vef ASÍ í tilefni dagsins.

„Barátta launafólks er nú sem áður byggð á grunni hugsjóna um réttlátt samfélag, samhygð og bætt kjör. Verkalýðshreyfingin er sterkasta afl framfara og breytinga í landinu. Nú er sótt að réttindum okkar og kjörum. Fjármagnsöflin ásælast auðlindir þjóðarinnar og hyggjast sem fyrr beita einkavæðingu til að komast yfir þær. Þetta á við um raforkuna, landið, vindinn og vatnið. Já, það á að hlunnfara þjóðina eina ferðina enn,“ segir forseti ASÍ.

Mynd: Skapti Hallgrímsson