Fréttir
1. MAÍ – TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!
01.05.2022 kl. 06:00
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
1. maí er runninn upp – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Hátíðarhöld verða víða um land í tilefni dagsins, í fyrsta sinn síðan árið 2019. Á Akureyri er dagskráin sem hér segir:
Kröfuganga
- Kl. 13:30 Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
- Kl. 14:00 Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar
Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu
- Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna: Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands
- Hátíðarræða: Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ
- Skemmtidagskrá: Vilhjálmur Bragason stýrir dagskránni. Söngur og gleði með góðum gestum úr Hárinu ásamt Ívari Helgasyni.
- Kaffiveitingar að lokinni dagskrá
Akureyri.net óskar vinnandi fólki nær og fjær til hamingju með daginn!