Fara í efni
Vélfag

Stærsta útgerð Rússlands eignast meirihluta í Vélfagi

Rússneska útgerðarfélagið Norebo hefur keypt meirihluta í fyrirtækinu Vélfagi af stofnendunum, hjónunum Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur, skv. heimildum Akureyri.net

Vélfag, sem þróar og framleiðir vélar til fiskvinnslu, var stofnað 1995 á Ólafsfirði og er nú bæði með starfsemi þar og á Akureyri. Vélfag hefur árum saman unnið með mörgum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi við þróun ýmiskonar véla.

Norebo mun vera stærsta útgerðarfélag Rússlands og eitt hið stærsta í heimi. Heimildir Akureyri.net herma að hjónin verði áfram framkvæmdastjórar Vélfags. Viðskiptin verða að öllum líkindum formlega tilkynnt í dag eftir því sem næst verður komist.