Ráða vel við verkefnið en áhyggjur af mengun
Þrír af hverjum fjórum Akureyringa hafa áhyggjur af mengun frá skemmtiferðaskipum, en 72% telja hafnaryfirvöld ráða vel við að taka á móti skemmtiferðaskipum. Þetta er á meðal þess sem kom út úr viðhorfskönnun Rannsóknamiðstöðvar ferðamála til ferðaþjónustunnar.
FYRRI GREINAR
- Skemmtiferðaskip betri en góð loðnuvertíð?
- Gistifarþegarnir eyða mun hærri upphæðum
- Tekjurnar núll og nix eða myndarleg búbót?
- Á MORGUN – Skortir gögn um mengun frá skipunum?
Í fyrirlestri á kynningarfundi Ferðamálastofu um helstu málefni sem tengjast komum skemmtiferðaskipa kynnti Eyrún Jenný Bjarnadóttir frá Rannsóknamiðstöð ferðamála helstu niðurstöður. Hér er stiklað á stóru á tölum sem viðkoma Akureyri.
- 72% Akureyringa eru frekar eða mjög sammála þeirri fullyrðingu að hafnaryfirvöld réðu vel við að taka á móti skemmtiferðaskipum.
- 68% Akureyringa töldu heimabyggðina sem heild ráða almennt vel við að þjónusta farþega skipanna.
- 63% Akureyringa töldu frekar eða mjög sammála því að skemmtiferðaskip séu efnahgaslega mikilvæg fyrir heimabyggð.
- 34% Akureyringa telja sig verða fyrir ónæði af komum skemmtiferðaskipa og 36% íbúanna kváðust forðast ákveðna staði í heimabyggð þegar skemmtiferðaskipværu í höfn.
- Þrír af hverjum fjórum Akureyringum hafa áhyggjur af mengun frá skemmtiferðaskipum í heimabyggð.
- Aðeins 8% Akureyringa myndu vilja fá fleiri skemmtiferðaskip í heimsókn.
Myndirnar hér að neðan eru skjáskot af glærum úr fyrirlestri Eyrúnar Jennýjar, en á þessum glærum má sjá samanburð á ofantöldum tölum milli Akureyringa, Ísfirðinga og Reykvíkinga. Smellið á efstu myndina til að opna glærur Eyrúnar.
Upptöku af fyrirlestri Eyrúnar Jennýjar um viðhorf landans til málefna skemmtiferðaskipanna má finna í frétt Ferðamálastofu - sjá hér.