Fara í efni
Umhverfismál

Full orkuskipti á Akureyri 2040?

Hjólað í Innbænum. Mynd af vef Akureyrarbæjar: María Helena Tryggvadóttir.
Meginmarkmið Akureyrarbæjar er að ná að lágmarki kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum fyrir árið 2040, en það er í takt við markmið Íslands í loftslagsmálum samkvæmt Parísarsamkomulaginu og stjórnarsáttmála frá nóvember 2021. Akureyri er eitt þriggja sveitarfélaga á Íslandi sem er aðili að GCoM, Global Convenant of Mayors for Climate & Energy, sameiginlegri yfirlýsingu fjölda borgar- og bæjarstjóra um heim allan um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, styrkja viðnámsþol gegn loftslagsbreytingum, birta tölulegar upplýsingar um frammistöðu í loftslagsmálum og setja markmið um enn betri frammistöðu. 
 
Aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum 2024-2026, sem byggð er á Umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar 2022-2030, var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar í vikunni, eins og Akureyri.net greindi frá í gær. Aðgerðir í hverjum flokki fyrir sig eru tengdar tilteknum markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hér verður stiklað á stóru yfir markmiðin sem þar eru sett fram.
 
Sett hefur verið upp vefsvæði á Akureyri.is fyrir umhverfis- og loftslagsstefnuna þar sem meðal annars má sjá á myndrænan hátt hvernig 47 verkefni aðgerðaáætlunarinnar skiptast í sex flokka og litamerkt eftir því hvort þau eru í undirbúningi, í framkvæmd eða aðgerð að fullu innleidd. Í inngangi að stefnunni segir meðal annars: „Meginmarkmið loftslagsstefnunnar er að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda með breyttum ferðavenjum og aukinni nýtingu á innlendri orku, sem og minni sóun og aukinni endurvinnslu. Jafnframt skal vernda líffræðilegan fjölbreytileika og náttúruperlur bæjarfélagsins, sem skilar sér í auknum lífsgæðum bæjarbúa.“
 
Full orkuskipti bæjarins fyrir 2040?
 
Í kaflanum um hreina orku kemur fram að samkvæmt kolefnisbókhaldi bæjarins fyrir árið 2020 hafi heildarlosunin veirð 151 þúsund tonna CO-ígildi, þar af 55 þúsund tonn frá samgöngum á landi. „Því er ljóst að orkuskipti í samgöngum eru eitt helsta tækifærið til úrbóta í orkumálum bæjarins. Meginmarkmið bæjarins er að ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040,“ segir meðal annars í inngangi að þessum kafla.
 
  • Vistvænni ferðir starfsmanna á vegum Akureyrarbæjar
    • Bifreiðafloti Akureyrarbæjar: 50% af fólksbílaflota sveitarfélagsins verði hreinorkubílar fyrir lok árs 2026 og allir fyrir árslok 2030.
    • Aðkeyptur akstur: 50% af aðkeyptum akstri verði á vistvænni orku fyrir lok árs 2026 og allur fyrir lok árs 2030.
    • Bílaleiga: 75% af leigudaga verði á hreinorkubílum á árinu 2026 og allir á árinu 2030.
    • Flugferðir á vgum sveitarfélagsins: Draga úr flugferðum á vegum bæjarins.
    • Fjarfundir: Að bærinn sé fyrirmynd í góðri fundarmenningu, bjóði alla fundi sem boðaðir eru í nafni bæjarins sem fjarfundi og leitist eftir því að fundir sem starfsmenn bæjarins eru boðaðir á séu í boði sem fjarfundir.
  • Visvænni mannvirkjagerð
    • Orka í útboðum og kolfefnisspor verktaka: Útboðsgögn verði þannig úr garði gerð að verktakar sjái hag í að lækka kolefnisspor framkvæmda á vegum bæjarins eins og mögulegt er.
    • Orkunýting í samræmi við GCOM: Skýrsla tilbúin fyrir lok árs 2024.
    • Götulýsing: Hlutdeild LED í götulýsingu verði a.m.k. 80% fyrir lok árs 2026.
    • Vistvottun verklegra framkvæmda: Allar ákvarðanir um skipulag, nýbyggingar og önnur ný mannvirki séu metnar út frá viðmiðum vistvottunarkerfa.
  • Orka í Samgöngum
    • Hleðslustöðvar: Fyrir lok árs 2026 verði komnir upp hleðslumöguleikar við helstu starfsstöðvar í samræmi við þörf og forgangsröðun.
    • Hleðsla rafbíla: Fyrir árslok 2026 verði komin upp safnstæði með hleðslustöðvum á a.m.k. átta nýjum stöðum í bænum.
    • Rafvæðing SVA: Hleðsluinnviðum verði komið upp og fyrsti rafmagnsstrætisvagninn kominn í umferð fyrir lok árs 2026.
  • Vistvænt eldsneyti
    • Verði áfram valkostur sem orkugjafi fyrir íbúa og rekstraraðila í sveitarfélaginu.
  • Orkuskipti í Grímsey
    • Grímsey verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2030.
  • Rafvæðing hafna
    • Komið verði upp landtengingu við Tangabryggju og Torfunefsbryggju a.m.k. 1,5 M" hvor fyrir lok árs 2026.
    • Framtíð jarðefnaeldsneytis: Áætlun verði tilbúin fyrir lok árs 2025.

Hjólandi, gangandi og almenningssamningur í forgangi í skipulagsvinnu

Breyttar ferðavenjur ganga út á að hvetja og gefa íbúum kost á að nýta sér vistvænni ferðamáta, sem og að minnka ferðaþörf íbúa. ... Markmiðið er að stuðla að því að Akureyringar noti vistvæna og hagkvæma ferðamáta og að hjólandi, gangandi og almenningssamgöngur njóti forgangs við skipulag byggða og nýframkvæmda,“ segir meðal annars í inngangi kaflans Breyttar ferðavenjur.

  • Vistvænar ferðavenjur
    • Ferðavenjur starfsfólks: Starfsfólk bæjarins auki síður á bílaumferð innanbæjar í ferðum á vinnutíma. 
    • Ferðavenjukannanir: Fá góða sýn á þróun og ferðamáta með það fyrir augum að bæta mælanleg markmið sem tengjast samgöngum innanbæjar. 
    • Hjólaskýli og starfsstöðvar: Í lok árs 2026 verði komin hjólaskýli við 25% starfsstöðva Akureyrarbæjar þar sem fleiri en tíu manns starfa á ársgrundvelli.
  • Nýtt stígakerfi
    • Draga úr bílaumferð og stuðla að bættum og fjölbreyttari samgöngum fyrir þá íbúa sem velja að ferðast ekki um á einkabíl. 
  • Samgöngur án einkabíls
    • Örflæði og deiliþjónusta: Auka hlutdeild örflæðis og almenningssamgangna í samgöngum á Akureyri. Starfshópur skili tillögum vorið 2025.
    • Endurskoða leiðakerfi SVA og meta biðstöðvar: Bæta þjónustu strætókerfisins á Akureyri.
    • Frístundastrætó: Draga úr skutli foreldra með börn sín í frístundir.
  • Þétting byggðar
    • Þróun byggðaþéttingar á Akureyri sé stöðug og tryggt sé að í skipulagi komandi ára sé þessari þróun viðhaldið.
  • Upplýsingar og fræðsla
    • Alþjóðlegi bíllausi dagurinn: Styðja við breyttar ferðavenjur í sveitarfélaginu. 
  • Lokun göngugötu og Listagils, endurskoðun verklagsreglna.
    • Draga úr loft- oghávaðamengun og efla mannlíf í miðbænum. 

Í GÆRAðgerðaáætlun í umhverfis- og lofstlagsmálum

Akureyri.net heldur áfram að glugga í aðgerðaáætlunina enda enn fjórir kaflar sem ekki hafa verið skoðaðir:

  • Úrgangsauðlindin
  • Loftgæði og heilsa
  • Græn svæði og náttúra
  • Umgengni og stjórnsýsla