Fara í efni
Þór/KA

Frítt á leik Þórs/KA og Stjörnunnar í boði VÍS

Leikmann Þórs/KA fagna jöfnunarmarki í 3-3 jafnteflisleik þessara liða á Þórsvellinum í júní í fyrra. Vonandi fá þær ástæðu til að fagna í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Sautjánda umferð Bestu deildar kvenna hefst í dag þegar Þór/KA tekur á móti Stjörnunni á Þórsvellinum, VÍS-vellinum, kl. 17:30. 

Nú eru aðeins tvær umferðir eftir þar til deildinni verður tvískipt og sex efstu liðin mætast innbyrðis annars vegar og fjögur þau neðstu hins vegar. Þór/KA hefur þegar tryggt sér sæti í efri hlutanum, en liðið berst fyrir því að vera áfram í 3. sæti deildarinnar og reyna að nálgast að minnsta kosti annað af toppliðunum því auk stiganna sex sem eru í boði í tveimur síðustu umferðunum eru 15 stig eftir í pottinum þegar spilað verður áfram í efri hlutanum. Stjarnan berst hins vegar fyrir því að færa sig upp töfluna og ná sæti í efri hlutanum, en liðið er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 20 stig. Þór/KA hefur 28 stig í 3. sætinu.

Sjá einnig um leikinn á vef félagsins, thorka.is.

Frítt er á leikinn í dag í boði VÍS.