Fara í efni
Þór/KA

Besta deildin: Þór/KA tekur á móti Víkingi

Hulda Ósk Jónsdóttir og Sandra María Jessen hafa náð einstaklega vel í sumar og Hulda lagt upp mörg mörkin fyrir Söndru. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Keppni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé þegar stelpurnar okkar í Þór/KA taka á móti Víkingi á Þórsvellinum (VÍS-vellinum). Leikurinn er sá fyrsti í 13. umferð mótsins.

Þór/KA vann 4-2 sigur á Þrótti í fjörugum leik í Laugardalnum í 12. umferðinni þar sem kantaraparið skemmtilega, Sandra María Jessen og Hulda Ósk Jónsdóttir fóru á kostum. Sandra María skoraði þrjú af mörkum liðsins og Hulda Ósk átti stoðsendinguna í öllum fjórum mörkunum. Vonandi fáum við framhald á þessari samvinnu í kvöld. Víkingar fengu Íslandsmeistara Vals í heimsókn í 12. umferðinni og máttu þær játa sig sigraðar, 0-2.

Þór/KA auglýsir hefðbundna upphitun fyrir leikinn, grillið heitt frá kl. 17 og borgararnir ljúffengir með þjálfaraspjalli um þremur stundarfjórðungum áður en flautað er til leiks kl. 18.

Nánar er fjallað um leik kvöldsins á vef félagsins.