Þór
Ýmir til Þórs frá KA og semur til tveggja ára
09.02.2023 kl. 18:00
Ýmir Már Geirsson á æfingu í Baldvinsstofu í Hamri í dag. Mynd af heimasíðu Þórs.
Knattspyrnumaðurinn Ýmir Már Geirsson er genginn til liðs við Þór. Ýmir, sem gerði tveggja ára samning, kemur frá KA, þar sem hann er uppalinn. Hann á að baki 78 meistaraflokksleiki fyrir KA, Magna og Dalvík/Reyni og skorað í þeim átta mörk. Þar af eru 26 leikir og eitt mark í efstu deild.
Á heimasíðu Þórs segir í dag: „Ýmir er 26 ára gamall og hefur undanfarin ár verið við nám í Bandaríkjunum þar sem hann hefur leikið í háskólaboltanum þar í landi. Hann er fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið víða á vellinum á sínum ferli en hann er örvfættur.
Ýmir mætti á sína fyrstu æfingu í Þorpinu í gær og verður klár í slaginn þegar Þór mætir Keflavík í Lengjubikarnum á sunnudag.“