Fara í efni
Þór

Willard frá Þór – vill reyna sig í betri deild

Harley Willard með boltann í heimaleiknum gegn Þrótti í Vogum í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Enski knattspyrnumaðurinn Harley Willard hefur rift samningi sínum við Þór og stefnir að því að leika í sterkari deild, eftir fjögur ár í næst efstu deild Íslandsmótsins. Fótboltavefur Íslands, fotbolti.net, greinir frá þessu.

Willard, sem er 25 ára og gekk til liðs við Þór fyrir nýliðið keppnistímabil, gerði 11 mörk í 22 leikjum í Lengjudeildinni í sumar og lagði upp nokkur. Hann var með uppsagnarákvæði í samningnum og nýtti sér það. Áður hafði hann leikið með Víkingi í Ólafsvík.

„Ég átti góða reynslu á Akureyri hjá Þór. Ég tók þessa ákvörðun þar sem ég vil prófa mig á hærra stigi, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Ég er mjög þakklátur félaginu og ég óska því alls hins besta," segir Willard í samtali við Fótbolta.net.

Smellið hér til að lesa nánar um málið.