Fara í efni
Þór

Voru sólarhring á leiðinni til Istog

Leikmenn KA/Þórs og Andri Snær Stefánsson þjálfari eftir komuna til Istog síðdegis í dag.

Íslandsmeistarar KA/Þórs í handbolta voru rúman sólarhring á leiðinni til borgarinnar Istog í Kosovo, þar sem Stelpurnar okkar þreyta frumraun sína í Evrópukeppninni á föstudaginn. 

Hluti hópsins lagði af stað frá Akureyri um miðjan dag í gær en nokkur flugu suður eftir vinnu. Lagt var í hann seint í gærkvöldi til Varsjár í Póllandi og eftir stutt stopp í pólsku höfuðborginni var flogið áfram til Skopje í Norður-Makedóníu. Þaðan var haldið í langferðabifreið yfir til Kosovo og 25 klukkustundum eftir brottför frá KA-heimilinu innritaði hópurinn sig á hótel Trofta í borginni Istog. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar að sögn hópsins og móttökur framúrskarandi.

Mannskapurinn er býsna þreyttur, farið verður snemma í háttinn í kvöld og æft á morgun. Fyrri leikurinn við KHF Istogu verður á föstudaginn og sá seinni, heimaleikur KA/Þórs, á laugardag.

 

Það fer ekki fram hjá gestum hótels Trofta að stórleikur hvað er á döfinni!