Þór
Tveir handboltaleikir í KA-heimilinu í dag
Tveir handboltaleikir eru á dagskrá í KA-heimilinu í dag. Báðir eru í efstu deild Íslandsmótsins, Olís deildinni.
Kvennalið KA/Þórs tekur á móti Stjörnunni klukkan 14.00 og karlalið KA mætir svo Haukum klukkan 16.00.
Þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir jól en bæði eiga einn bikarleik eftir á árinu; stelpurnar leika við ÍBV í Eyjum á þriðjudaginn og KA-menn mæta Víði í Garði næsta laugardag, 17. desember.
Báðir leikir dagsins verða sýndir beint á KA-TV og kostar 1.000 krónur að horfa á hvorn leik. Smellið hér til að horfa.