Fara í efni
Þór

Tvær úr Þór/KA léku við Svía – ein á bekknum

Þrjár stúlkur úr Þór/KA eru í landsliðshópnum sem tekur þátt í opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu fyrir 16 ára og yngri sem hófst í gær í Danmörku.

Ísland gerði jafntefli við Svía, 1:1, í fyrsta leik og spiluðu bæði Steingerður Snorradóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir allan leikinn en Iðunn Rán Gunnarsdóttir kom ekki við sögu.

Eftir alla leiki fer fram vítaspyrnukeppni, óháð úrslitum, og þar höfðu Íslendingar betur, 5:2. Íslenski markvörðurinn varði tvö víti. 

Nánar hér á vef KSÍ